- Advertisement -

Landsvirkjun ógn við atvinnu á Akranesi

- Vilhjálmur Birgisson segir afstöðu Landsvirkjunnar setja strik í reikninginn hvað varðar atvinnu á Akranesi. „„...þá er ekkert eftir hvað atvinnu varðar.“

„Það er ljóst að Landsvirkjun er að fara fram á umtalsverða hækkun á raforkuverði sem getur hæglega ógnað samkeppnis- og rekstrargrundvelli stóriðjufyrirtækjanna á Grundartanga. Ef það gerist þá getum við Akurnesingar slökkt ljósin því þá er ekkert eftir hvað atvinnu varðar.“

Þetta eru orð Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsforingja á Akranesi, sem skrifaði í dag. Vilhjálmur byrjar á að skrifa um HB Granda og boð fyrirtækisins um að flytja fólk með rútu milli Akraness og Reykjavíkur vilji það vinna hjá fyrirtækinu í Reykjavík.

Launalaus í rútunni

„Vissulega er það jákvætt skref að boðið verður upp á rútuferðir, en því miður eru alltof margir sem ekki munu hafa tök á að þiggja vinnu í Reykjavík og ástæðan er einföld, vinnudagurinn lengist um 2 tíma án þess að starfsmenn muni fá greitt fyrir ferðatímann. Einnig gengur það ekki upp hjá mörgum að þiggja starf í Reykjavík, sérstaklega fyrir þá sem eru með börn í leik- eða grunnskóla.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vilhjálmur rifjar upp fleiri áföll í atvinnusögu Akraness. „Það er morgunljóst að margir munu missa lífsviðurværi sitt við þessa ákvörðun HB Granda að hætta landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Rétt er að rifja upp líka að það er ekki bara að HB Grandi ætli að hætta allri landvinnslu á bolfiski á Akranesi heldur hætti HB Grandi líka starfsemi hausaþurrkunar en þar voru ein 28 störf undir.“

Sementið hætti líka

„Það hefur svo sannarlega orðið mikil blóðtaka í atvinnulífi okkar Akurnesinga á liðnum misserum og árum. Það er ekki bara að við séum búin að missa uppundir 350 störf sem útgerðafyrirtækið Haraldur Böðvarsson var með hér á Akranesi fyrir sameiningu við Granda, því rétt er að rifja upp að Sementsverksmiðjan hætti starfsemi hér á Akranesi árið 2011, eftir að hafa starfað hér frá árinu 1958 og lengi vel voru uppundir 180 manns sem störfuðu þar.“

Hamfarir hafa gengið yfir

„Á þessu sést hversu miklar hamfarir hafa gengið yfir atvinnulíf okkar Skagamanna og nú er svo komið að ekki verður lengur unað við þessa þróun. Enda hefur þessi skerðing á atvinnumöguleikum okkar Skagamanna margvísleg áhrif eins og t.d. á tekjur sveitarfélagsins og alla verslun og þjónustu í bænum.

Ofan á þetta allt bætist síðan við ógn við atvinnuöryggi þeirra sem starfa á Grundartanga, en það getur klárlega verið í uppnámi vegna þess að erfiðlega virðist ganga hjá stóriðjufyrirtækjunum að ná raforkusamningum við Landsvirkjun. Nægir í því samhengi að nefna að Elkem Ísland hefur ekki enn gengið frá raforkusamningi viðLandsvirkjun, en samningurinn rennur út í mars 2019.“

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: