- Advertisement -

Leiðari FBL: Sami vandinn í áratugi

Skoðun Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar leiðara Fréttablaðsins í dag. Hann byggir hann á ágætu viðtali við Birgi Jakobsson landlækni, sem birt er í blaðinu í dag.

„Ef ég lít á heilbrigðisþjónustuna eins og hún er í dag og áður en ég fór út árið 1978, þá eru raunveruleg vandamál heilbrigðisþjónustunnar hin sömu og þá. Við notuðum ekki einu sinni góðærið til að bæta lestina í íslenskri heilbrigðisþjónustu og gera hana eins góða og mögulegt er. Það er ekki skrítið að þar sem voru brestir fyrir kreppu eru enn áþreifanlegri brestir eftir kreppu,“ segir landlæknir.

Leiðarahöfundur segir: „Íslendingar guma gjarnan af því að standa framar flestum öðrum þjóðum þegar kemur að samfélagsgerð.“ Og: „Þetta grefur undan rökum þeirra sem hafa skrifað allt sem að heilbrigðiskerfinu má finna á blessað hrunið. Staðreyndin virðist vera sú að kerfið hefur verið fjársvelt árum og áratugum saman. Kerfið sem kemur okkur í þennan heim, lagar okkur og börn okkar þegar á þarf að halda og í einhverjum tilfellum fylgir okkur síðasta spölinn. Uppsveifla, niðursveifla eða algjört hrun efnahagslífsins hefur ekkert haft með það að gera að ekki er hægt að koma kerfinu í sómasamlegt horf.“

„Að einhverju leyti skrifast það á stefnuleysi. Mörg undanfarin ár hafa ráðamenn verið volgir fyrir aukinni einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það hefur hins vegar enginn þorað að sýna þá djörfung að boða einkavæðinguna, frekar hefur þanþol tungumálsins verið reynt með alls kyns frösum um aukinn einkarekstur eða annað álíka.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: