- Advertisement -

Lítið launasvigrúm í iðnaðinum

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Samtaka iðnaðarins, segir í viðtali við Mogga dagsins að iðnaðar í landinu eigi nokkuð bágt.

„Hér hafa laun hækkað langt umfram laun í samkeppnislöndum okkar og samkeppnisstaðan hér hefur versnað sem mér þykir mjög miður. Ef við ætlum að halda störfum þá er því miður lítið svigrúm til frekari launahækkana,“ segir hún.

Guðrún hleður í varnargarðinn:

„Samkeppnishæfni útflutningsatvinnuveganna hefur versnað umtalsvert í uppsveiflunni. Laun í framleiðsluiðnaði hafa hækkað um 140% frá fyrsta ársfjórðungi 2010 mælt í evrum en til samanburðar hækkuðu laun í þeim hluta iðnaðarins um 20% í ESBríkjunum á sama tíma.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í sama Mogga og Guðrún er viðtals er frétt um að Ísland sé annað dýrasta land Evrópu. Aðeins Rúmenía er dýrari. Rúmenía sker sig mjög úr sökum ótrúlegrar dýrtíðar, einhverja hluta vegna. Hátt verðlag á Íslandi hefur afleiðingar, fólk verður jú að lifa. Formaður Samtaka iðnaðarins segir samt:

„Laun hér á landi hækkuðu mælt í evrum langt umfram það sem gerst hefur í nokkru öðru iðnvæddu ríki á tímabilinu.“


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: