- Advertisement -

Logi fagnar sigri

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fagnar sigri í veiðigjaldamálinu.

Logi skrifar:

„Rík­­is­­stjórn­­in ætl­­aði að rétta út­­gerð­inni tæpa þrjá millj­­arða og stór­út­­­gerð­inni bróður­part­inn af því fé; fyrirtækjum sem sann­­ar­­lega líða eng­an skort.

Hún reyndi að lauma þessu stórpólitíska máli, sem lýtur að grundvallarhagsmunum almennings, í gegnum atvinnuveganefnd, sem leidd er af Vinstri-grænum. Samfylkingin gerði það strax ljóst að hún myndi gera allt sem á hennar valdi stæði til að stöðva þetta glórulausa mál.

Þú gætir haft áhuga á þessum
„Ríkisstjórnin ætlaði að rétta útgerðinni tæpa þrjá milljarða og stórútgerðinni bróðurpartinn af því fé; fyrirtækjum sem sannarlega líða engan skort.“

Engu að síður kastaði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur pólitískri sprengju inn í þingsal þegar hún þjösnaði þessu máli á dagskrá fimmtudagsins fyrir rúmri viku, þvert á skilning þingflokksformanna varðandi þinglok. Það var biti sem við gátum ekki kyngt.

Þetta er hápólitísk og alveg gríðarlega umdeilt mál og í raun óskiljanlegt að það hafi komið fram í þessum búningi, svona seint og óskiljanlegt að þau teldu sig geta náð þessu sársaukalaust í gegn.

Stjórnarandstaðan náði að stöðva málið síðdegis sama dag en það átti svo að aftur að fara á dagskrá nokkrum dögum síðar.

Aftur mótmæltum við harðlega við samningsborð formanna og þingflokksformanna og niðurstaðan varð loks sú að veiðigjöldin verða framlengd í óbreyttri mynd.

Við náðum þannig að koma í veg fyrir að tæplega þrír milljarðar króna yrðu millifærðar úr vasa almennings til sumra af best stæðu fyrirtækja og einstaklinga landsins.

Fyrst ríkisstjórnin telur sig aflögufæra færi best á því þessum þremur milljörðum verði veitt í að bæta kjör þeirra sem verst hafa það í samfélaginu.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: