- Advertisement -

Lok, lok og læs á Hlemmi

Frá því að framkvæmdir hófust við breytingar á Hlemmi hafa strætisvagnaferðarþegar þurft að bíða utandyra, oft í kulda og trekki.

Þetta harma borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem harma; „…að ekki hafi verið farið eftir samþykkt borgarráðs frá 17. mars 2016 um að húsnæði skiptistöðvarinnar að Hlemmi yrði opið fyrir strætisvagnafarþega á aksturstíma strætisvagna á meðan unnið væri að breytingum á húsnæðinu.“

Þeir segja að þegar; „…tillagan var samþykkt á sínum tíma fékk borgarráð upplýsingar um að vel væri mögulegt að standa þannig að framkvæmdum að hluti hússins yrði opinn meðan á þeim stæði. Skýtur skökku við að nú skuli því vera haldið fram að ekki hafi komið til greina að hafa húsið opið á framkvæmdatíma.“

 

Og að endingu stendur þetta í bókuninni: „Vakin er athygli á því að til stóð að umræddum framkvæmdum yrði lokið sumarið 2016. En það gekk ekki eftir og er húsið enn harðlokað farþegum, sem þurfa að bíða utandyra í kulda og trekki. Ítrekuð er ósk um greinargerð um málið þar sem fram komi upplýsingar um kostnað, helstu tímasetningar og hvenær fyrirhugað er að opna biðskýlið að nýju fyrir farþegum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: