- Advertisement -

Lýsir yfir vantrausti á Bjarna Ben

Það verða fimm gestir í Svartfugli í kvöld. Þeirra á meðal er þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson, en hann lýsir yfir vantrausti á Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Björn Leví er harðákveðinn í að flytja vantrausttillögu á Bjarna þegar þing kemur saman í haust.

Björn Leví segist með því kalla fram hvaða þingmenn styðja Bjarna eftir að hann sagði ósátt um tilurð aflandseyjaskýrsluna. Björn Leví kveður fastar að og segir Bjarna hafa logið.

Svartfugl hefst á umræðu dagsins þar sem Guðlaug Kristjánsdóttir, Líf Magneudóttir og Trausti Hafliðason tala um nýjustu atburði.

Í lok þáttarins kemur Þorsteinn Pálsson og talar um bresku þingkosningarnar. Hann gerir ráð fyrir sigri Íhaldsflokksins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svartfugl er á dagskrá Hringbrautar sem á miðjan.is klukkan 21:00 í kvöld.

Umsjónarmaður er Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: