- Advertisement -

Matarverð hefur hækkað nokkuð

Neytendur Alþýðusambandið hefur birt nýja verðkönnun. Þar kemur í ljós að verð á matvöru hefur hækkað töluvert á milli ára. Þegar bornar eru saman verðkannanir sem verðlagseftirlitið framkvæmdi í maí 2014 og í maí 2015, koma í ljós töluverðar hækkanir í næstum öllum vöruflokkum. Af þeim vörum sem bornar eru saman má sjá einstöku lækkanir hjá öllum verslunum en það eru þá lækkanir á vörum sem áður báru  vörugjöld sem afnumin voru um áramót.
Mestu verðbreytingarnar eru í vöruflokknum ávextir og grænmeti en þar má sjá allt að 152% hækkun á kílóverði á vatnsmelónu, 142% hækkun á Iceberg og 124% hækkun á gulum melónum. Flestar vörur sem bornar eru saman hafa hækkað í verði. Sem dæmi má nefna að mjólkurvörur hafa hækkað í öllum verslunum þrátt fyrir einstöku lækkanir. Þannig hefur 1/2 l. af stoðmjólk hækkað um 3-6% í verði og 400 gr. rjómaostur til matargerðar frá MS hefur hækkað um 3-13%.
Af öðrum vörum má nefna að SS sviðasulta hefur hækkað um 3-25% mest hjá Bónus úr 2.159 kr. í 2.690 kr. en minnst hjá Krónunni úr 2.610 kr. í 2.695 kr.

Sjá nánar hér.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: