- Advertisement -

Með sultu og sósu en engar kótilettur

Inga: “…og maður gat ekki fengið eina einustu kótelettu í heilan mánuð.“ Kristján: „…að kyngja því ef Inga er bara með brúnaðar kartöflur, rauðkál, rabbarbarasultu, grænar baunir og sósu. Og engar kótelettur.“

Það er ekki alltaf drungi yfir umræðum á Alþingi, jafnvel þó fjallað sé um alvarleg mál. Inga Sæland og Kristján Þór Júlíusson áttu í þessum orðaskiptum:

Inga: „Hvar er kjötfjallið sem var hérna í fyrra þegar átti að slagta 20% af öllum búfjárstofni sauðfjárbænda? Ég veit að hæstvirtur ráðherra var heilbrigðisráðherra í þeirri ríkisstjórn en einhvern veginn virðist þetta kjötfjall hafa gufað upp og maður gat ekki fengið eina einustu kótelettu í heilan mánuð.“

Kristján Þór: „Það erfitt að þurfa að kyngja því ef háttvirtur þingmaður er bara með brúnaðar kartöflur, rauðkál, rabbarbarasultu, grænar baunir og sósu. Og engar kótelettur. Það er ekki nógu gott. En eins og við munum frá ágætri ræðu háttvirts þingmanns í stefnuræðunni á þriðjudaginn má alla vega fá sér rauðvín með því.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: