- Advertisement -

Með Tiparilló í tólf ára bekk

Það snjóaði og í frímínútunum léku krakkarnir sér í snjónum og með snjóinn. En ekki þeir. Þeir, þrír villingar í 12 ára bekk. Þeir horfðu á og leituðu færis. Einn fékk hugmynd. Hún var samþykkt umorðalaust.

Sjoppan var nánast í næsta húsi við skólann. „Einn Tiparilló,“ sagði sá frakkasti. Afgreiðslumaðurinn sótti einn Tiparillóvindil og afhenti drengnum.

Þeir stukku af stað. Kveiktu í vindlinum og þegar þeir höfðu náð fullum dampi í vindilinn var hringt inn í tíma. Krakkarnir fóru inn. Þeir biðu við eitt horn skólans.

Síðan gengur þeir rólega að stærsta snjókallinum sem krakkarnir höfðu búið til. Áætlunin var augljós. Þeir stungu logandi Tiparilló í munn snjókallsins. Glaðir snéru þeir frá verkinu, of seinir í tíma og ekki í fyrsta sinn. Þegar þeir gengu að skólanum sáu þeir skólastjórann. Hann stóð við gluggann á skrifstofu sinni og hafði fylgst með villingunum þremur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Skólastjórinn tók á móti þeim. Vísaði þeim inn á skrifstofuna sína. Þeir þekktu orðið vel til þar. Benti þeim á setjast í sófann, sem og þeir gerðu. Sófinn var lítill svo þeir sátu þröngt.

Skólastjórinn byrjaði að skammast. Rifjaði upp eldri strákapör og nýrri. Og ekki síst það nýjasta. Hann hækkaði röddina í vonleysi um bjarta framtíð þremenninganna ungu. „Ætlið þið ekkert að gera?“ Nánast öskraði hann. „Ég er alltaf að reyna að reikna og skrifa,“ tautaði einn þeirra og hinir sprungu úr hlátri.

Vandræði þeirra jukust.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: