- Advertisement -

Mega bara tala í fimm mínútur

Gestkvæmt verður á næsta fundi velferðarráðs og tíminn því naumt skammtaður.

Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúar bókuðu á fundi borgarráðs í gær: „Formaður velferðarráðs sagði mikilvægt að fresta umræðu einstakra mála fram yfir fyrirhugaðan fund velferðarráðs 10. ágúst en á hann eru allmörg mannréttinda- og hagsmunasamtök boðuð. Mjög mikilvægt er að heyra raddir þeirra og þess vegna er það ámælisvert að þessir aðilar fá aðeins 5 mínútur til að tjá sig sem er allt of knappur tími að mati Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins.“

Þar segir einnig að Flokkur fólksins, í samráði við Sósíalistaflokkinn, hafi mótmælt þessu skriflega til formanns velferðarráðs og finnst í fyrsta lagi óásættanlegt að dagskrá fundarinns hafi ekki verið lögð undir nefndarmenn stjórnarandstöðunnar í velferðaráði. Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn teluja að brýnt hefði verið að gefa mannréttinda- og hagsmunasamtökum mun lengri tíma og meira svigrúm í dagskránni til að upplýsa og fræða um sína stöðu einmitt í ljósi þess að afgreiðsla mála mun samkvæmt formanni velferðarráðs byggjast á þeirra málflutning eftir því sem best er skilið.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: