- Advertisement -

Meiri viðbjóður en ég átti von á

Segist borga tvöfalda húsaleigu vegna þingmennskunnar.

„Þið eruð allir fínir karlar, ég kom mér víst út í það sjálf að fara í þessa tík sem pólitíkin er. Verð þó að viðurkenna að ég átti ekki von á slíkum viðbjóði,“ skrifar Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, vegna skrifa um leigukjör hennar.

Inga leigir af Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins. Fundið hefur verið að því og fullyrt að Inga njóti þar með í niðurgreiddrar húsaleigu.

„Eftir að ég varð þingmaður varð það samkomlag milli mín og Brynju, hússjóðs ÖBÍ, að á meðan ég starfaði sem slíkur myndi ég greiða 100% hærri húsaleigu þegar ég hefði náð þeim hámarksviðmiðunartekjum sem þeir miða við. Leiga Brynja, Hússjóður Öryrkjabandal 01.04.2018 01.04.2018 235.418 kr. Já hann er misjafn skíturinn sem flæðir með allri sinni illgirni,“ skrifar Inga.

Inga segir einnig: „Ég er stolt af því sem ég er að berjast fyrir og hef í engu vikið frá þeirri baráttu. Spurningin hversu fljótt skrápurinn þykknar. Staðreyndin er þó sú að enginn sem ber mig þessum óhróðri og lygum er stuðningsmaður minn og Flokks fólksins heldur þvert á móti pólitískir andstæðingar. Að vísu höfum við í Flokki fólksins aldrei lagst svona lágt og er það einfaldlega stefna okkar að koma fram við aðra af vinsemd og virðingu þótt þeir séu ekki pólitískir skoðanabræður okkar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Upphafið er opið bréf sem Björn Birgisson skrifar til Ingu. Þar segir:

„Inga Sæland.

 Miklar umræður hafa skapast um hennar húsnæðismál – eftir að hún hætti að vera á skammarlegum örorkubótum og fór skyndilega að fá 1,7 millur á mánuði.

Sú umræða er ekkert sem þarf að koma á óvart og kemur hennar málflutningi í baráttunni fyrir bættum kjörum öryrkja aðeins við á einn hátt.

Svona:

Er eðlilegt að sá sem þénar 1,7 millur á mánuði búi við niðurgreidda húsaleigu – rétt eins og öryrkjar sem hafa aðeins hungurlúsina sem stjórnvöld rétta að þeim?

Ef Inga Sæland greiðir Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, mismuninn á niðurgreiddu húsaleigunni og leigu á almennum markaði – þá er hún eftir sem áður með um 1,5 millur á mánuði.

Ágætis laun.

Það er ekki til hagsbóta fyrir öryrkja að þeirra helsti talsmaður sé sakaður um að maka krókinn og spila á kerfið – en sá tónn er nokkuð ráðandi í umræðunni.

Efast ekkert um að Inga geri opinberlega grein fyrir þessum breytingum – og hvernig hún hyggst bregðast við þeim.

Væri hálf undarlegt ef hún gerir það ekki.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: