- Advertisement -

Miðflokksmenn pirra Bjarna Ben

Ráðherrann sagði þingmanninn vita ekki nokkurn skapaðan hlut um málið sem hann sjálfur hóf umræðu um.

 Ekki fór á milli mála að Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, hreyfði við skapi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, þegar hann spurði ráðherrann um það sem Miðflokksmenn segja vera slaka frammistöðu ríkisstjórnarinnar í málefnum Arionbanka.

„Ég ætla að hvetja þingmanninn til að halda áfram að spyrja og halda áfram að lesa vegna þess að hann veit greinilega bara ekki nokkurn skapaðan hlut um þessi mál. Hann kemur í ræðustól og segir: Ríkið fær ekkert. Ríkið fær ekkert við söluna. Hvað er háttvirtur þingmaður eiginlega að vísa í? Hvað ertu að vísa í, háttvirtur þingmaður?“

Bjarni hélt áfram og sagði: „Staðan er þessi: Samkvæmt samningum sem eru margræddir og margkynntir er afkomuskiptasamningur í gildi. Það ræðst ekki af hluta söluverðs í Arion hversu mikið ríkið fær inn á skuldabréfin. Það er undirliggjandi skuldabréf, ekki satt? Og að sjálfsögðu mun það ekki koma í ljós fyrr en allir hlutir Kaupþings hafa verið seldir í Arion banka hvernig það kemur út gagnvart afkomuskiptasamningnum. En sala á hlutabréfum rennur öll inn á skuldabréfið þannig að, já, ríkið fær greitt inn á skuldabréfið. Það er ekki verið að gefa neitt eftir, verið er að framkvæmda samninga og það eina sem situr eftir í þessari umræðu er sú fullyrðing Miðflokksins að það séu góð viðskipti fyrir íslenska ríkið að kaupa enn einn bankann. Háttvirtur þingmaður situr hérna núna, algerlega berskjaldaður, eftir að hafa flutt hér langar ræður um að 0,8 sé allt of lágt verð. En nú þegar bankinn er kynntur á tveimur mörkuðum kemur í ljós að væntanlega er það lægra verð sem segir okkur m.a. að þegar ríkið seldi hluti sína fyrr á þessu ári voru það góð viðskipti fyrir ríkið, alveg þveröfugt við málflutning Miðflokksins.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: