- Advertisement -

Mikill halli hjá Arnarlaxi

Árni Gunnarsson fyrrrverandi fréttamaður og alþingismaður.

Á vefnum IntraFish er greint frá miklum fyrirsjáanlegum halla í rekstri Arnarlax á þessu ári. Ástæðan er m.a. miklar skemmdir á kvíum í illviðri á fyrsta ársfjórðungi og sjávarkulda, svokölluðum undirkulda í sjó við kvíarnar. Mikil afföll urðu á fiski í kvíum. – Mjög líklega hefði þetta ekki gerst, ef félagið hefði verið með landeldi. þessi niðurstaða er auðvitað dapurleg, en segir okkur enn og aftur hve eldi í opnum sjókvíum er varasamt.

Danir undirbúa landeldi í Cape Town

Danska fyrirtækið Graakjær hefur náð samkomulagi við stjórnvöld í Cape Town um uppbyggingu stórrar eldisstöðvar á silungi og laxi. Stöðin verður á landi. Þeir gera ráð fyrir 1.800 tonna framleiðslu í fyrsta áfanga. Framkvæmdir eiga að hefjast á fjórða ársfjórðungi þessa árs. – Ég vek athygli á að stöðin verður á landi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vilja sjávareldi upp á land

Stofnun í British Columbiu í Kanada, sem fylgist með ástandi stofna af Kyrrahafslaxi, hefur kallað eftir því, að sjávareldi á laxi í opnum kvíum verði fært upp á land. Með þessu vill stofnunin reyna að vernda villtan lax, sem kemur aftur upp í ár Bresku Kolumbíu.

Fleiri og fleiri kalla eftir landeldi eða eldi í lokuðum kvíum

Ef eldisfyrirtæki á Íslandi taka ekki eftir því, sem er að gerast í eldismálum annarra landa, þá er viðbúið að þau dragi lengi enn á eftir sér slóða óskynsamlegra eldisaðferða, sem eru þegar orðnar úreltar og valda miklum átökum og eru augljóslega atlaga að íslenskri náttúru. Norsk stjórnvöld hafa þegar viðurkennt, að landeldi og eldi í lokuðum kvíum, verði eldisaðferðir framtíðar í Noregi. Íslendingar, sem verða að gæta hagsmuna sinna á öllum fiskmörkuðum, taka mikla áhættu gagnvart þeim merkimiða hreinleika og skynsamlegrar nýtingar fiskistofna, sem þeir geta enn státað af, ef eldi á laxi í sjókvíum verður haldið áfram.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: