- Advertisement -

Missum af fjölbreytileika og hæfileikum

Auður Axelsdóttir, sem í fimmtán ár, hefur starfað sem forstöðumaður Geðheilsu-eftirfylgdar, geðteymisins GET, lét af störfum í gær. Hún skrifar fína og ítarlega grein um hvers vegna og hvað tekur við. Sjá hér.

Grein Auðar hefst svona:

„Í gær lauk ég mínum síðasta degi í starfi sem forstöðumaður Geðheilsu-eftirfylgdar, geðteymisins GET.

GET hefur starfað í 15 ár undir minni forstöðu en nú hafa heilbrigðisyfirvöld ákveðið að leggja niður teymið, eins og margur veit eða öllu heldur ákveðið að styðja Heilsugæsluna í að leggja niður teymið. Heilsugæslan vill þannig m.a. rýma fyrir annarri nálgun og breyta eftirfylgdinni sem boðið verður uppá í Heilsugæslunni. Breytingar geta sannarlega verið af hinu góða en því miður tel ég hér að í raun sé um afturför að ræða og kannski svolítinn misskilning á því hvað samfélagsleg geðþjónusta feli í sér samkvæmt alþjóðlegri stefnumótun og áliti Sameinuðu þjóðanna síðan 2017. En nóg um það.“

Greininni lýkur Auður svona:

„Hvað er það sem fær einstaklinga sem stjórna eða kerfin sem þeir eru fulltrúar fyrir til að hugsa svo einhæft? Er það ótti við að missa völd eða er það ofurtrú á eigin ágæti? Ég held að óttinn við að missa völd sé sterkari og því miður felur það í raun í sér að hugsanahátturinn verður þröngur, víðsýni minnkar og við missum af svo stórkostlegum hlutum. Við missum af fjölbreytileikanum og hæfileikanum til að virða mismunandi leiðir. Sköpunin sem felst í óvissunni er svo mögnuð, manneskjan er svo mögnuð og hefur hæfileika til að komast í gegnum svo ótrúlega margt, ef hún fær tækifæri til þess.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: