- Advertisement -

Mjólk: Kvótinn af á tíu árum

Landbúnaður „Hugmyndir um breyttan búvörusamning taka m.a. mið af breyttum aðstæðum í mjólkurframleiðslu þar sem á síðustu árum hefur fengist fullt verð frá afurðarstöðvum fyrir alla framleiðslu, þar með talið framleiðslu umfram greiðslumark. Nú er rætt um að greiðslumarkið, sem hefur verið grundvöllur kvótakerfis í greininni, leggist af á 10 ára samningstíma.“ Þetta kemur fram hjá Hagsjá Landsbanka Íslands

„Rætt er um að stuðningur ríkisins færist úr beingreiðslum sem tengjast greiðslumarki yfir í greiðslur út á framleiðslu afurða og fjölda gripa og að sú breyting gerist á nokkrum árum. Við endurskoðun samningsins hefur verið unnið innan þess ramma að opinber stuðningur verði að minnsta kosti sá sami og kom fram í fjárlagafrumvarpi ársins 2016.

Rætt hefur verið um að opinberri verðlagningu eins og hún er nú verði hætt og þess í stað komi bændur og framleiðsluiðnaðurinn sér saman um lágmarksverð og önnur tengd atriði.

Af fréttum að dæma hefur hluti bænda áhyggjur sem snúa að því að breytingarnar gætu hvatt til mikillar framleiðsluaukningar, bæði á sauðfjár- og mjólkurafurðum, sem geti leitt til verðfalls á afurðum. Margir telja einhverja framleiðslustýringu nauðsynlega en um leið er það almenn skoðun að núverandi kvótakerfi hefði fleiri galla en kosti.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Upphaflega var markmiðið að ljúka við gerð nýs búvörusamnings fyrir áramót. Drögin hafa verið kynnt meðal bænda og nú á eftir að vinna úr hugmyndum og athugasemdum sem hafa komið fram.“

 

Sjá nánar hér.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: