- Advertisement -

Muniði unga forsætisráðherrann…?

Stefán Benediktsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifar:

Muniði unga forsætisráðherrann á ofsaferð í bíl á Bessastaði að sækja uppáskrift forseta á tilkynningu um þingrof, með fjármálaráðherrann í símanum, sem reyndi að segja honum að þetta væri glapræði. Það er illt að stjórnast af örvæntingu og sjálfhverfu.

Nú stofnar hann til fundar, á ölkrá, um plott til að fækka keppinautum í næstu kosningum. Plottið mislukkast eins og panamasvindlið og þingrofsvitleysan. Sökum dómgreindarleysis og sjálfhverfu skortir hann bæði sýn og vilja til að stjórna fundinum, sem verður að klámkjaftaorgíu.

Enginn mun vilja plotta með honum framar og allt sem hann segir og gerir verður túlkað sem örvænting. Fundarmenn sátu fundinn að hans boði og ef hann ekki segir af sér sjá hin ekki ástæðu til þess.

Skrifin birtust á Facebooksíðu Stefáns.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: