- Advertisement -

Netið virkar í báðar áttir

Mig langar að vekja athygli þingheims og vonandi fleiri á þeirri staðreynd að þjónusta í gegnum netið virkar í báðar áttir. Það er ekki náttúrulögmál að fækka þurfi starfsfólki utan höfuðborgarsvæðisins þegar verið er að færa þjónustu á netið heldur ætti einmitt að nýta tækifærið og leggja til eflingu starfsstöðva og stofnana utan höfuðborgarsvæðisins til að þjónusta allt landið frekar en að leggja til nýjar stofnanir í Reykjavík sem eiga jafnvel að gera það sama og stofnanir utan höfuðborgarsvæðisins gera nú. Við stöndum einmitt frammi fyrir því nú í þinginu með tillögu um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda.

Þetta sagði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir í ræðustól Alþingis.

Við höfum dæmi um stofnanir sem hafa sýnt okkur að þetta er svo auðveldlega hægt og skilar góðum árangri. Eitt besta dæmið er ríkisskattstjóri þar sem ólík þekking hefur verið byggð upp á ólíkum stöðum sem þjónusta svo allt landið. Ég get nefnt fleiri dæmi, svo sem Umhverfisstofnun, Þjóðskrá og Veðurstofuna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: