- Advertisement -

Neyðarviðbrögð eftir komu Costco

- framleiðendum er hótað selji þeir Costco vörur sínar. Markaðurinn stækkar ekki en smásölum kann að fækka.

Verslanir berjast um neytendur. Framleiðendum er jafnvel hótað.

Mikil átök eru að tjaldabaki í íslenskum verslunum eftir komu Costco. Þetta er fullyrt í Viðskiptablaðinu í dag. Heimildir blaðsins herma að nokkrum íslenskum framleiðendum hafi borist þau skilaboð frá Högum að ef þeir hyggist selja vörur sínar í Costco þá verði þær teknar úr hillum verslana Bónuss og Hagkaupa.

Viðmælendur Viðskiptablaðsins eru nokkrir og allir það sameiginlegt að þora ekki að koma fram undir nafni. Sem er augljóst dæmi um hörkuna sem er í málinu.

Hagar í símanum

Þú gætir haft áhuga á þessum

Íslensku smásölurisunum mun hafi verið brugðið þegar þeir sáu hversu mikið framboð Costco er með af íslenskri vöru, einkum matvælum. „Eftir að boð Costco spurðist út fékk forsvarsmaður matvælafyrirtækisins símtal frá Högum, þar sem honum var gerð grein fyrir því að ef vörurnar yrðu seldar í Costco myndu þær ekki verða seldar í verslunum Haga,“ segir í Viðskiptablaðinu.

Að þessu gefnu er ljóst að skollið er á viðskiptastríð. Íslensk verslun ætlar, samkvæmt þessu, að neyða framleiðendur og umboðssala til að láta af viðskiptum við Costco. Þessi staða er nokkuð merkileg. Gangi áætlunin eftir er trúlegt að Costco finni ráð, flytji meira inn en ella. Gangi hún ekki eftir getur hún þrengt enn meira að þeim verslunum sem fyrir voru.

Framleiðendur sem Viðskiptablaðið talaði við segja samskipti sín við Costco vera allt önnur og betri en rótgrónu verslananna hér á landi.

Costco er mýkri

Einn viðmælenda Viðskiptablaðsins segir Costco líta á viðskiptin sem samstarfsverkefni sem báðir að­ ilar eigi að njóta góðs af og að forsvarsmenn verslunarinnar séu mjög sanngjarnir. Ef menn nái ekki saman um verð setji Costco enga pressu á lægri verð, heldur leiti einfaldlega annað. Sem er sagt allt annað viðhorf en framleiðendur hafa kynnst til þessa.

Það er barist um markaðinn. Hann er sá sami. Neytendur virðast hafa gert upp hug sinn. Þeir kjósa Costco. Betur færi ef stjórnendur hinna verslananna finni aðra baráttuaðferð en fara um með hótunum. Neytendur þrá allt annað en að farið verði í sama far og áður.

Eitt er víst, það er barist um neytendur á Íslandi, sem aldrei fyrr.

Uppfært

Finnur Árnason, forstjóri Haga, harðneitar að fréttir um þetta séu réttar. Hann segir Haga aldrei hafa hótað því sem haldið er fram.

-sme

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: