- Advertisement -

Neytendastamtökin: Á móti gjafabréfum

Neytendur Neytendasamtaökin birta frétt um gjafabréf á síðu sinni. Einsog sjá má hér. Í lok fréttarinnar stendur: „Neytendasamtökin mæla ekki með því að gefin séu gjafabréf, ef gefandinn á erfitt með val á gjöf ætti hann tvímælalaust frekar að gefa pening.“

Tveir milljarðar verða að engu

Neytendasamtökin benda á að engar rannsóknir hafi verið gerðar hér á hversu mikið af gjafabréfum úreldast, týnast eða eru einhverra hluta vegna ekki notuð. „Ekki liggja fyrir innlendar rannsóknir um hvert verðmæti þessara gleymdu bréfa er en samkvæmt danskri rannsókn er ætlað að þar í landi lendi andvirði tveggja milljarða danskra króna árlega í ruslafötunni þar sem gjafabréf hafa gleymst eða týnst. Það má því segja að seljendur þéni vel á að sem flestir gefi gjafabréf.“

Ef ekki gjöf þá frekar pening
Loks má nefna að víða á Spáni eru brúðhjónum ekki gefnar brúðargjafir heldur er peningur settur í umslag sem parinu er fært við hátíðlega athöfn í veislunni. Vera má að þetta tíðkist víðar en á Spáni og óneitanlega er þetta öruggara en gjafabréf, auk þess sem brúðhjónin geta þá valið hvernig þau ráðstafa peningnum, segir í fréttinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: