- Advertisement -

Norðurlöndin: Skuldir íslenskra heimila lækka mest

Efnahagur Þegar skuldir heimila hér, í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og á Írlandi eru bornar saman kemur í ljós að þær hafa lækkað mest hér á landi.

Það er Hagsjá Landsbankans sem birtir samantektina. Þar segir:

„Skuldir heimila í mörgum löndum jukust mikið í kringum fjármálakreppuna. Skuldaaukning hér á landi var þannig ekki úr korti miðað við aðrar þjóðir, t.d. var þróunin álíka í löndum eins og Írlandi og Danmörku. Um mitt ár 2009 voru skuldir íslenskra heimila rúmlega 126% af vergri landsframleiðslu, en þá var hlutfallið mun hærra í Danmörku, svipað á Írlandi og mun lægra í Noregi og Svíþjóð. Síðan þá hefur skuldahlutfallið lækkað mikið hér og á Írlandi, staðið í stað í Danmörku en hækkað áfram í Noregi og Svíþjóð. Skuldir íslenskra heimila hafa lækkað um 35 prósentur í hlutfalli við landsframleiðslu og hefur þróunin verið svipuð á Írlandi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: