- Advertisement -

Nú er mér allri lokið

Kona skrifar hreint ótrúlega sögu á Facebook. Eiginmaður hennar er mikið veikur og við bætast óvæntar fjárhagsáhyggjur. Frásögnin er sláandi ill.

„Í dag er mér bara allri lokið. Eiginmaðurinn minn fær rukkun frá Tryggingastofnun upp á 182.000 þúsund krónur sem hann á að skulda,“ byrjar hún skrifin.

„Ég fékk þær skýringar að þessi skuld væri út af styrk sem hann fékk í febrúar 2016 frá félagsþjónustunni til að borga læknareikninga og rannsóknir sem hann þurfti að undirgangast á Landspítalanum.

Í desember 2015 fannst æxli í mjóbaki og þurfti hann að fara í margar rannsóknir, sneiðmyndir, sýnatökur og magaspeglanir. Hann lenti í þessum rannsóknum í desember og þær héldu áfram mest allan janúar. Hann lenti í því að verða veikur í desember, og í að fylla skalann í desember, og svo strax í janúar. Aldrei var hann lagður inn til að framkvæma þessar rannsóknir því það voru jól og áramót og ekkert pláss fyrir hann. Það voru skilaboðin sem við fengum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann endaði í jáeindaskanna í Danmörku í lok janúar til að finna upptökin. Hann lenti illa í læknareikningum og skuldaði orðið þarna á þriðja hundrað þúsund. Við áttum ekki til peninga fyrir þessu og leituðum því til félagsþjónustunnar eftir aðstoð. Þurftum við að fá aðstoð þingmanns til að hringja í félagsþjónustuna til að fá styrk því það var ekki auðsótt og var eiginlega ekki vel tekið í beiðnina.

Manni fannst maður bara vera einhver afgangngsstærð sem skipti ekki máli þegar við þurftum að hringja og hringja og biðja hálf grátandi um aðstoð. Nú í dag fáum við líka að borga til baka styrkinn því hann Tumi var með tekjur sem við bara héldum að væri styrkur, en ekki tekjur. Þessir peningar fóru strax út, beint inn á reikning Landspítalans.

En alltaf er maður að fá fleiri og fleiri glaðninga frá þessu flotta kerfi sem hvergi í heiminum er betra. 197.000 á mánuði og þú þarft að borga til baka 15 þúsund á mánuði frá september þar til skuldin er greidd. Vel gert þið sem viljið verja það fólk fjárhagsáhyggjum sem er að berjast við illvígt ólæknandi krabbamein. Kannski verðum við bara að fara að fá okkur aukavinnu, það er ekki full vinna að vera langveikur. Við getum þá nota 5.000 og 10.000 kr seðla til að borga lyf og læknisþjónustu. Hann er nefnilega svo tekjuhár að hann missti líka lyfjauppbótina í febrúar. Finnst einhverjum þetta vera í lagi? Hvenær mun þetta breytast? Þetta er svo ruglað og ómannúðlegt kerfi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: