- Advertisement -

Nýfrjálshyggjan hefur eitrað samfélagið

„Lifi sósíalisminn, hann er móteitur gegn eitri nýfrjálshyggjunnar sem hefur eitrað samfélagið, menninguna og hugann.“

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári skrifar: Eitt lífseigasta áróðursbragð nýfrjálshyggjunnar er að sannfæra fólk um dæmið um súrefnisgrímuna sé algilt og eigi við allt í lífinu; að við eigum ætíð fyrst að hugsa um okkur sjálf áður en við hjálpum öðrum. Það má vera að þetta eigi við þegar súrefni hverfur úr farþegarými í flugvél, að þá sé best að öll grípi fyrst súrefni fyrir sig áður en þau fari að aðstoða aðra. En við lifum ekki í flugvél, við lifum í veröld sem hangir saman á kærleika og samkennd og við erum hópdýr sem breytumst í skepnur ef við hjálpum ekki öðrum.

Best leiðin til að koma sér í lag er að hjálpa öðrum. Ekki láta ljúga öðru að ykkur. Ef þið hjálpið ekki öðrum fyrst breytist þið í skepnur sem aldrei munu gera nokkuð fyrir nokkurn. Lifi sósíalisminn, hann er móteitur gegn eitri nýfrjálshyggjunnar sem hefur eitrað samfélagið, menninguna og hugann.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: