- Advertisement -

„Nýta tækifærið til að hækka verð almennilega“

- aðalhagfræðingur Kviku banka spáir „almennilegum“ verðhækkunum. Heildsali segir: „Gengisþróunin virðist vera í eina átt og hún mun leiða til frekari verðhækkana.“

Hrun krónunnar kemur illa við allan almenning, þó einkum það fólk sem verst stendur. Í Viðskiptamogganum má lesa þetta:

„Það er líklegt að mörg fyrirtæki muni nýta tækifærið til að hækka verð almennilega og þannig verða gengisáhrifin meiri en ella vegna þeirrar spennu sem nú er í hagkerfinu.“

Það er Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, sem talar.

„Gengisþróunin virðist vera í eina átt og hún mun leiða til frekari verðhækkana. Verðhækkun Innness í október var til að mynda aðeins brot af þeirri gengisveikingu sem hefur átt sér stað á síðustu mánuðum. Það er enn uppsöfnuð þörf til að hækka verðin, aðallega vegna gengisins en einnig vegna kostnaðarhækkana sem einskorðast ekki við laun. Við sjáum á reikningunum að allur kostnaður er að hækka,“ segir Magnús Óli Ólafsson heildsali í Innnes.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: