- Advertisement -

Óábyrgur meirihluti

Stjórnmál Ögmundur Jónasson, fyrrverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, er undrandi á að þingmenn meirihlutans á Alþingi hafi gengið af fundi nefndarinnar. Sjálfur gekk Ögmundur af fundi þegar hann vildi ekki upplýsingar um orkuverð þar sem þær voru sagðar trúnaðarmál.

„Ég sagði að væru mér færðar upplýsingarnar á fundinum myndi ég ekki gangast undir trúnað. Þeir sem í hlut áttu vildu við svo búið ekki leysa frá skjóðunni og ákvað ég þá að ganga af fundi. Gerði ég opinberlega grein fyrir þessari afstöðu minni,“ segir í grein Ögmundar sem birtist í Morgunblaði morgundagsins.

„Í vikunni gerðist hins vegar sá furðulegi atburður að út af fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis gengu nefndarmenn sem vildu ekki fá vitneskju um efnis- þætti máls sem var til umfjöllunar!

Í þessu átti að vera fólgin einhvers konar prinsipafstaða, nefnilega að mótmæla því að upplýsingarnar sem átti að reiða fram hefðu þýð- ingu – og ef þá einhverja, þá væru þær beinlínis afvegaleiðandi og ekki til þess fallnar að stuðla að óhlutdrægri nálgun. Þannig skildi ég þetta,“ skrifar hann einnig.

Óábyrgt að ganga á dyr

Ögmundur heldur áfram. „Í fyrsta lagi hljómar undarlega að þeir aðilar sem eiga að taka upplýsta ákvörðun um hugsanlega endurskoðun á lögum vilji ekki fá á sitt vinnsluborð allar upplýsingar sem málið varðar. Í mínum huga er þetta í hæsta máta óábyrgt. Það mál sem um ræðir hefur valdið straumhvörfum í þjóðfélagsumræðunni og hlýtur í því ljósi að þurfa að skoðast sérstaklega.“

„Í öðru lagi má um það deila hvort yfirleitt sé rétt að krefjast leyndar um einhverja þætti þessa tiltekna máls og þá sérstaklega hverjir skrifuðu undir meðmæli þess efnis að viðkomandi einstaklingur yrði gerður laus allra mála.“

Að hlaupast undan ábyrgð

Og að lokum þessi tilvitnun í grein Ögmundar: „Á þessu stigi er ekki úr vegi að leiða hugann að grundvallarspurningu: Skipta leikendur og gerendur í kerfinu einhverju máli, hverjir þeir eru, nöfn þeirra og kennitölur?

Í fyrsta lagi er ekkert kerfi án nafns og kennitölu. Ekkert kerfi þrífst án gerenda – án þess að ein hverjir láti það þrífast með verkum sínum. Ekkert alræðiskerfi hefði þannig mátt starfrækja án þeirra sem báru það uppi með gjörðum sínum. Í þessum skilningi getur enginn hlaupist undan siðferðilegri ábyrgð sinni ábyrgð sinni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: