- Advertisement -

Oddný lagði Steingrím

Við upphaf átakanna á Alþingi, vegna veiðigjaldanna, tók Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar til máls, undir liðnum fundarstjórn forseta.

„Satt að segja, herra forseti, er það að setja málið hér á dagskrá eins og blaut tuska framan í okkur þingflokksformenn sem höfum unnið eftir ákveðnu samkomulagi þegar kemur að þingmannamálum. Það er verið að brjóta það kirfilega. Það er óásættanlegt. Við munum ekki taka það í mál að svona sé komið fram við þingið og þingflokksformenn. Málið verður ekki á dagskrá þingsins í dag,“ sagði hún.

Steingrímur J. Sigfússon, foresti Alþingis, svaraði að bragði: „Forseti vill af þessu tilefni taka fram að málið er á dagskrá þingsins. Forseti ákveður dagskrá.“

Svo fór að Steingrímur varð að játa sig sigraðan og taka málið af dagskrá. Til að fá það rætt þurfti samþykki aukins meirihluta þingmanna. Það tókst ekki.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: