- Advertisement -

Óli Björn bankar í Bjarna

Skattastefnan leikur þingmanninn illa. Ekki staðið við „hátíðleg“ loforð. 267 skattabreytingar frá árinu 2007.

„Það var erfitt að hækka t.d. fjármagnstekjuskatt þó að ég gæti haft rök fyrir því, en það gerði ég og greiddi því atkvæði og studdi í því trausti að við værum að fara inn í tímabil þar sem við myndum ná fram lækkun á neðra þrepi tekjuskattsins, hugsanlega umbylta tekjuskattskerfinu, ég tala nú ekki um að lækka hressilega tryggingagjaldið. Það eru loforð sem voru gefin og það eru loforð sem ég tek hátíðlega og voru forsenda þess að ég tók þátt í að greiða atkvæði með hækkun skatta fyrir áramót,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, í ræðustól í gær og skaut þar að formanni sínum Bjarna Benediktssyni.

Óli Björn minnti á að frá árinu 2007 hafi verið gerðar 267 skattabreytingar, eða að meðaltali 24 á ári. „Hvorki meira né minna.“

Vombrigði Óla Björns með skattastefnu formanns flokksins, Bjarna Benediktsson, og fjármálaráðherra leynir sér ekki.

Óli Björn sagði: „Ég tók þátt í því bæði sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar og sem stjórnarþingmaður að greiða atkvæði um skattkerfisbreytingar fyrir síðustu áramót. Það var mér erfitt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: