- Advertisement -

Ólíkir þjálfarar

Gunnar Smári Egilsson.

Þeir eru ólíkir þjálfarar Frakka og Argentínu. Didier Deschamps á að baki glæstan feril sem leikmaður þar sem hann lék með mörgum af bestu leikmönnum sinnar kynslóðar undir stjórn margra af bestu þjálfurum síðustu áratuga. Um leið og hann lagði skóna á hilluna var hann ráðinn þjálfari hjá Mónakó og eftir gifturíkan feril þar fór hann til Juventus og síðan Marseilles, þeirra tveggja liða sem hann lék lengst með sem leikmaður. Ferill hans einkenndist af slíku trausti; hann var oftast fyrirliði og þjálfarar sem hann lék fyrir sóttust eftir honum þegar þeir voru ráðnir til nýrra félaga. Landsliðsferill Deschamps var glæstur, hann var lykilmaður í gullaldarliði Frakka og síðar fyrirliði, þjóðhetja. Deschamps hefur drukkið í sig fótbolta í hágæðum síðustu rúma þrjá áratugina.

Jorge Sampaoli meiddist hins vera svo illa 19 ára, í upphafi ferils síns, að hann lék ekki fótbolta eftir það. Sampaoli var orðinn 42 ára þegar hann loks fékk starf sem þjálfari hjá Perúsku liði sem rambaði á barmi gjaldþrots. Hann þjálfaði nokkur lið í Perú og síðan í Chile og sló loks í gegn með Universidad de Chile þegar hann gerði liðað að Suður-Ameríkumeisturum félagsliða. Í kjölfarið var hann ráðinn landsliðsþjálfari Chile og kom liðinu í sextán liða úrslitin í Brasilíu 2014 og gerði það að sigurvegara Copa América 2015. Eftir Chile var hann þjálfari Sevilla eitt keppnistímabil og tók svo við Argentínska landsliðinu. Þar hefur sú saga loðað við hann að hann njóti ekki virðingar leikmannanna og að í raun stjórn Messi liðinu, hverjir séu í byrjunarliðinu og hvaða leikkerfi eru notuð.

-gse


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: