- Advertisement -

Öll eru sammála Ásmundi

Ásmundur Friðriksson er ekki einn um þá skoðun sína að: „Ljótleiki kjarabaráttunar eigi sér enginn  takmörk,“ einsig hann orðaði hugsun sína.

Í þættinum Vikulokin var Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, og Rósbjörg Jónsdóttir, formaður Landverndar, sammála Ásmundi Friðrikssyni að barátta ljósmæðra sé orðin ljót þegar notuð eru orð einsog: Helvítis fokking fæðingar.
Rósbjörg sagði orðavali hræðilegt og Gissur sagði að verið sé að tosa deiluna upp á tilfinningalegt plan og að fólk verði að gæta tungu sinnar í framsetningu mála.
Ásmundur sagðist vilja afnema prósentuhækkanir launa og að krónutöluhækkanir verða notaðar framvegis þegar laun eru ákveðin.
Gissur talaði gegn leiðréttingum launa. Hann var minntur á að hann hafi verið að fá launahækkun. Nei, ég fékk leiðréttingu, svaraði hann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: