- Advertisement -

Ömurleg tilraun til réttlætingar

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir skrifar:

Kæru vinir, að segja að síðustu dagar hafi verið erfiðir er vægt til orða tekið. Það að fólk leyfi sér að tala um samstarfsfólk sitt og aðra á þennan hátt er afhjúpandi um viðhorf og hugsunarhátt þeirra. Ég hef sjálf aldrei nokkurn tíma orðið vitni að öðru eins samtali hvorki innan né utan stjórnmálanna og er ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar á samtali sínu með því að reyna að segja þetta einhverja venju, sem þetta er alls ekki og verða þau að bera ábyrgð á þessari framkomu sinni sjálf.

Ég er svo óendanlega þakklát fyrir öll skilaboðin og allan stuðninginn og kærleikann sem ég hef fundið fyrir úr öllum áttum. Sérstaklega langar mig líka að þakka því fólki sem lætur sig þetta varða og neitar að sætta sig við svona framkomu hjá kjörnum fulltrúum.

Ég fagna fullveldi Íslands og afmæli föður míns á Ísafirði í ár. Þar sem ég sit og horfi út Ísafjarðardjúpið finn ég þann djúpstæða kraft sem við Íslendingar búum yfir. Ég vona svo sannarlega að okkur takist að nýta þann kraft nú til góðs næstu hundrað árin.

Skrifin birtust á Facebooksíðu Albertínu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: