- Advertisement -

Opna samtal milli listgreina

Menning Aðalsteinn Ingólfsson ræðir við gesti um sýninguna Reykjavík, bær, bygging sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum en hann er sýningarstjóri hennar ásamt Hafþóri Yngvasyni.

Á sumarsýningu Kjarvalsstaða gefur að líta úrvalsverk frá ýmsum tímabilum íslenskrar myndlistarsögu, sem öll eru úr safni Listasafns Reykjavíkur. Á sýningunni má sjá hvernig borgin kom íslenskum listmálurum fyrir sjónir á 102 ára tímabili, allt frá 1891 til 1993.

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO hefur valið Reykjavíkurljóð eftir 10 skáld frá árunum 1931-2013 til að ljóðskreyta sýninguna. Þetta er fyrsta samstarfverkefni Listasafns Reykjavíkur og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO á þessu sviði og er sýningin skref í þá átt að opna samtal milli listgreina og leyfa sýningargestum að njóta hvort í senn myndlistar og orðlistar. Á Menningarnótt 2014, þann 23. ágúst, mun fara fram fjölbreytt ljóðadagskrá fyrir börn og fullorðna.

Sýningarstjóraspjallið hefst kl. 15 á morgun.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: