- Advertisement -

Öryrkjar beri ábyrgð á kólnun hagkerfisins

Ágúst Ólafur Ágústsson, annar varaformaður fjárlaganefndar, skrifaði eftirfarandi á Facebooksíðu Láru Hönnu Einarsdóttur.

„Eftir tveggja mánaða vinnu hefur meirihluti fjárlaganefndar afgreitt breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið sem verður rætt í vikunni. Breytingartillögurnar sem að langstærstum hluta koma frá ráðherrunum eru hins vegar gríðarleg vonbrigði. Eftir umfangsmikla vinnu fjárlaganefndar eru afar litlar breytingar gerðar og sumar hverjar eru beinlínis skref aftur á bak frá því sem fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir þegar það var lagt fram í haust.

Vondar breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar:

  1. Öryrkjar fæ að meira að segja 1.100mkr. lækkun frá því sem fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir í haust en það var ekki beysið til að byrja með. Verður það að teljast vera köld tuska í andlit öryrkja að fá lækkun á milli umræðna á fjárlagafrumvarpinu. Enn er því afnám kr. á móti kr. ófjármagnað.
Þú gætir haft áhuga á þessum

Og nú eru skilaboðin að öryrkjar eigi að bera ábyrgð á kólnun hagkerfisins.

  1. Húsnæðisstuðningur fær 91mkr. niðurskurð hjá meirihlutanum þrátt fyrir litla sem enga viðbót þegar frumvarpið var lagt fram og ákall verkalýðshreyfingarinnar um að húsnæðismálin séu eitt stærsta baráttumál þeirra.
  2. Samgöngur fá um 550mkr. niðurskurð frá því sem til stóð í fjárlagafrumvarpinu þegar það var lagt fram í haust og þrátt fyrir vanfjármagnaða samgönguáætlun. Engin Borgarlína á dagskrá hér.
  3. Framhaldsskólastigiðfær til viðbótar 80 mkr. niðurskurð þrátt fyrir að fá lækkun á milli ára þegar frumvarpið var lagt fram.
  4. Framkvæmdir í uppbyggingu nýs Landspítala fá 2,5 milljarð kr. minna vegna seinkunar framkvæmda.
  5. Einungis er lagt til að hjúkrunarheimili fá 280mkr. til viðbótar í rekstur sinn en þau hafa talið þörf sína vera að minnsta kosti 1.500mkr. Hjúkrunarheimili hafa sagt að þau mun hugsanlega þurfa að skera niður í gæði matar á sunnudögum og jólum sé þeirra þörf ekki mætt.
  6. Þá er einnig lagt til að setja um 730mkr. minna í rekstur hjúkrunarheimila vegna seinkunar á uppbyggingu.
  7. Vísindi og samkeppnissjóðir í rannsóknum ásamt rannsóknarstarfsemi á háskólastigi fá 200m.kr. niðurskurð milli umræðna.
  8. Þróunarsamvinna fær 80m.kr. niðurskurð milli umræðna þrátt fyrir skammarlegar lágar fjárhæðir hjá einni ríkustu þjóð í heimi.
  9. Útlendingamál fá tæplega 30mkr. niðurskurð milli umræðna.
  10. Náttúruvernd, skógrækt og framkvæmdasjóðurferðamannastaðafá um 170 mkr. niðurskurð milli umræðna og sýnir það vel hug ríkisstjórnarinnar til grænna málefna.

Fjárlaganefndin sér einnig enga þörf fyrir að standa fyrir raunverulegum viðbótum til aldraða, háskólanna, framhaldsskólanna, almenna löggæslu eða í barnabætur og vaxtabætur.

Það er einnig reginhneyksli að fjárlaganefndin setur ekki krónu til viðbótar í almennan rekstur heilbrigðisstofnana út á landi sem þurfa 800 mkr. til að ná að „sinna grunnþjónustu“.

Þá er einungis settur helmingur af því sem SÁÁ hefur talið verið nauðsynlegt svo hægt sé að vinna á biðlistum.

Loks stendur enn til að lækka veiðileyfagjöldin um 3 milljarða milli ára og nú verða þau svipuð og tóbaksgjaldið (!) sem ríkið innheimtir og persónuafsláttur hækkar um heilar 500 kr. umfram verðlag.

Þetta er nú alveg ótrúlegt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: