- Advertisement -

Óskiljanleg tregða

Árni Gunnarsson fyrrrverandi fréttamaður og alþingismaður.

Nú hefur verið ákveðið, að leggja nokkurt fjármagn til lagfæringa á helstu ferðamannastöðum landsins. Reikningurinn verður sendur íslenskum skattgreiðendum. Mér er með öllu óskiljanlegt af hverju ekki má skattleggja ferðamennina til að standa straum af þessum kostnaði.

Ég var nýverið í einhverju þekktasta ferðamannalandi heims. Þar verða ferðamenn að greiða aðgangseyri að nær öllum þeim stöðum, sem þykja áhugaverðir. Hér mega ferðamenn slíta þjóðvegum, traðka út alla ferðamannastaði, án þess að greiða krónu fyrir. Enn og aftur greiðum við skattgreiðendur brúsann. Kann einhver að útskýra hvers vegna við viljum vera svona ofurgóð við erlenda ferðamenn?

Ríkissjóður og lítill hluti þjóðarinnar hirðir arðinn af ferðamönnunum, en við hin höfum greitt með þeim, þar til loksins að stjórnvöld ákveða nú að greiða lítinn hluta af kostnaði við betrumbætur á viðkomustöðum þeirra. Það er obbulítill broddur af minnimáttarkennd að þora ekki að rukka ferðamennina. Þeir búast ekki við að fá neitt ókeypis.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Árni Gunnarsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: