- Advertisement -

Össur hrífst af Sósíalistaflokki

Sem hann segir að vanti prósentubrot til að fá mann kjörinn. Ætlar samt að kjósa Dag.

Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, telur brýnt að Sósíalistaflokkurinn fái mann kjörinn í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann skrifar á Facebook og segir:

„Ef ég væri Pírati og vildi bylta kerfinu myndi ég líklega kjósa Sósíalistaflokkinn í vor. Sérstaklega af því það virðist ekki vanta nema prósentubrot til að sossarnir nái manni í borgarstjórn. Píratar eru orðnir meðvirkur kerfisflokkur meðan Sossarnir eru ekta byltingarsinnar, lúnir af lamstri stéttabaráttunnar og vilja steypa auðvaldinu. Tötraöreigarnir, svo vitnað sé í gamlan spámann, þurfa málsvara á tímum sem eru án eldmóðs,“ skrifar Össur.

Hann hnýtir svo í Gunnar Smára Egilsson: „Svo á Sósíalistaflokkurinn líka umbun skilda fyrir þá pólitísku smekkvísi að hlífa þjóðinni við því að hafa handhafa sannleikans, Gunnar Smára, í framboði. Hann er þó að læra mannasiði. Sjálfur er ég sósíaldemókrati dauðans, og kýs minn Dag í vor. – Öll vor ef því er að skipta. Lifi stéttabaráttan!“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: