- Advertisement -

Ótak­mörkuð ást á EES-samn­ingn­um

Fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, er alls ekki sáttur við núverandi ráðherra, Kristján Þór Júlíusson.

Gunnar Bragi segir: „Á sama tíma og kúariða grein­ist í Skotlandi og frétt­ir ber­ast frá Evr­ópu­sam­band­inu um að til standi að draga eigi úr eft­ir­liti með sjúk­dóm­um í kjúk­lingi þá lýs­ir land­búnaðarráðherra því yfir að ekk­ert hrófli við EES-samn­ingn­um. Á sama tíma hef­ur ráðherr­ann ekki hug­mynd um hvernig hann ætl­ar að verja ís­lenska neyt­end­ur eða ís­lensk­an land­búnað fyr­ir sjúk­dóm­um sem ber­ast munu til lands­ins með hráu kjöti eða þá hvernig hann ætl­ar að berj­ast gegn auknu sýkla­lyfja­ónæmi sem ógn­ar heilsu manna. Kannski treyst­ir hann á að Fé­lag at­vinnu­rek­enda setji neyt­end­ur fyrst og svo gróðann.“

Ljóst má vera að Gunnari Braga er mikil alvara og telur vá fyrir dyrum borði Íslendingar sama mat á nágrannaþjóðirnar.

Ráðherra neitar að mæta á fund

Hann heldur áfram: „Ótak­mörkuð ást ráðherr­ans á EES-samn­ingn­um er ekki það eina und­ar­lega við embætt­is­færsl­ur hans und­an­farið. Ný­lega frétt­ist að hann hefði lagt niður land­búnaðardeild­ina í ráðuneyt­inu og fært verk­efn­in á alþjóðasvið. Sig­urður Páll Jóns­son, þingmaður Miðflokks­ins hef­ur óskað eft­ir því að ráðherra mæti á fund At­vinnu­vega­nefnd­ar til að skýra þessa ákvörðun. Ráðherr­ann mæt­ir hins veg­ar ekki og læt­ur þau boð ber­ast að hann ætli að ræða málið annars staðar. Ráðherr­an­um ber að mæta svo alþingi geti rækt eft­ir­lits­hlut­verk sitt. Hann get­ur tafið það að mæta með mál­efna­leg­um ástæðum en ekki bara af því bara.“

Hafa beðið lengi svara ráðherrans

Og svo þetta: „Tveir hóp­ar bænda, sauðfjár- og loðdýra-, hafa beðið eft­ir viðbrögðum frá ráðherra við er­ind­um þeirra og beðið lengi. Báðir þess­ir hóp­ar skipta miklu fyr­ir þjóðina hvor á sinn hátt. Ég þekki ekki til neinn­ar þjóðar sem vill ekki eiga öfl­ug­an land­búnað.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: