- Advertisement -

Óttaðist leigusala og borgaði 30 þúsund

Á vef Neytendasamtakanna er að finna ótrúlega frásögn. Þar segir af erlendri konu sem leitaði til Leigjendaaðstoðarinnar vegna umsýslugjalda sem hún var rukkuð um eftir að hún flutti inn í leiguíbúð.

Reikningurinn hljóðaði upp á 30.000 kr. en gjaldtakan kom hvergi fram í húsaleigusamningnum sem hún hafði undirritað og ekki heldurá heimasíðu leigusala.

Leigjendaaðstoðin skoðaði málið og sagði konunni að þessi gjaldtaka væri að öllum líkindum óheimil og var henni boðin aðstoð við að fylla út kæru til kærunefndar húsamála.

„Eftir nokkra fundi með Leigjendaaðstoðinni ákvað konan þó að draga kæruna til baka og greiða reikninginn af ótta við að raska sambandi sínu við leigusala og vera sagt upp leigusamningnum. Leigjendaþjónustan gat því ekki aðhafst meira í þessu tiltekna máli en það sýnir glögglega hversu veik staða leigjenda getur verið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hafi Leigjendaaðstoðin rétt fyrir sér er ljóst að konan greiddi 30 þúsund krónurnar einungis vegna ótta við og yfirburða leigsalans.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: