- Advertisement -

Ráðherra hundsar öryrkja

„Þótt meira en mánuður sé liðinn frá því að stjórn ÖBÍ skoraði á ráðherra félags- og jafnréttismála að leiðrétta krónu-á-móti-krónu skerðinguna, hefur það mál ekkert verið skoðað í ráðuneytinu. Þetta upplýsti Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, í umræðum um málefni öryrkja á Alþingi fyrir helgi.“

Þetta má lesa á heimasíðu Öryrkjabandalagsins og vonbrigðin leyna sér ekki.

„Hann segir að stefnt sé að afnámi krónu-á-móti-krónu skerðingarinnar, en ekki verður annað lesið úr orðum hans en að það hangi saman við endurskoðun almannatryggingakerfisins í heild og upptöku svonefnds starfsgetumats, enda þótt um algjörlega óskyld mál sé að ræða,“ segir þar enn fremur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: