- Advertisement -

Ráðherra: Ríkisgreiðslur til bænda renna til bankanna

Landbúnaður „Stuðningsgreiðslurnar koma þeim bændum ekki að fullu til góða; þær enda í höndum þeirra sem fjármagna kaupin, það er bönkum og fjármálastofnunum.“ Þetta kemur fram í grein sem Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsókknarflokksins, skrifar á Kjarnann.

Greinin er tvískipt, um sjávarútveg og landbúnað.

Sigurður Ingi Jóhannsson 3

Í landbúnaðarhlutanum sem ráðherrann að nú standi yfir viðræður við bændur um svo kallaðan búvörusamning. „Í þeim er tekist á um hver aðkoma ríkisins á að vera að matvælaframleiðslu sem er í þeirra höndum. Rætt hefur verið um að gera nokkrar breytingar á ríkjandi fyrirkomulagi á starfsumhverfi bænda. Það hefur löngum verið þyrnir í augum margra, að bændur hafa þurft að kaupa stuðningsgreiðslur frá ríkinu; svo kallað greiðslumark. Í nýjum samningum verður reynt að vinda ofan af þessu fyrirkomulagi í stuttum skrefum. Í núverandi kerfi fer allnokkur stór hluti af tekjum margra bænda í að greiða fyrir kaup á greiðslumarki. Stuðningsgreiðslurnar koma þeim bændum ekki að fullu til góða; þær enda í höndum þeirra sem fjármagna kaupin, það er bönkum og fjármálastofnunum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þurfum að brjótast út úr kerfinu

„Mér hefur lengi fundist að brjótast þurfi út úr þessu kerfi, þó án þess að þeir sem fjárfest hafa í greiðslumarki verði fyrir áföllum. Stefnt er að því að stuðningurinn greiðist út aðra þætti en greiðslumark, eins og til dæmis gripi. Með því móti eykst einnig frelsi bænda til að framleiða það sem þeir telja arðbært og þar með yrðu þeir ekki lengur bundnir við að framleiða það sem þeir hefðu greiðslumark fyrir. Nýtt fyrirkomulag ætti einnig að gera nýjum bændum auðveldara að hefja búskap, því þeir þyrftu ekki að byrja á því að kaupa sér ríkisstuðning. Þótt einstaka manni kunni að finnast best að sitja sem fastast á núverandi kerfi, þá tel ég litla framtíð í því fyrir bændur. Matvælaframleiðsla sem miðast eingöngu við innanlandsmarkað mun  aldrei verða til þess að hleypa auknu lífi í sveitir landsins og matvælaframleiðslu. Að sjálfsögðu tel ég möguleika fyrir hendi á erlendum mörkuðum. Krafa fólks um heilnæm og hrein matvæli verður sífellt háværari og það væri glapræði fyrir Íslendinga að reyna ekki að nýta þau tækifæri sem kunna að felast í því. Og ég heyri ekki betur en framvarðasveit bænda sé að mestu sammála mér um að stefna beri á útflutning, ekki síst á grundvelli ímyndar,“ skrifar Sigurður Ingi Jóhannsson á Kjarnann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: