- Advertisement -

„Ráðherrann yppir bara öxlum“

- varaþingmaður segir bændur eiga betri skilið en Kristján Þór sem landbúnaðarráðherra.

„Ég verð að segja að mér finnst alveg kominn tími á að bændur fái ráðherra sem stendur með þeim en ekki versluninni,“ sagði varaþingmaður Miðflokksins, Maríanna Eva Ragnarsdóttir, á Alþingi í dag.

Hún er sýnilega ekki sátt með framgöngu Kristjáns Þórs Júlíussonar, sem landbúnaðarráðherra.

„Hvernig í ósköpunum stendur á því að íslensk stjórnvöld standa ekki betur að okkar frábæru framleiðslu? Satt best að segja finnst mér hæstvirtur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þurfa að taka sig á. Inn í landið á að flæða kjöt sem ég leyfi mér að fullyrða að er ekki á nokkurn hátt sambærilegt í gæðum við það íslenska. Hæstvirtur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra yppir bara öxlum og sver af sér allt þar sem hann var ekki ráðherra þegar samningarnir voru undirritaður.“

Maríanna Eva hefur áhyggjur greinilega af erlendu kjöti:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Íslenskir svína- og alifuglabændur standa sig heilt yfir frábærlega vel í framleiðslu á afurðum sínum. Ég hygg að flestir hér hafi lesið eða heyrt um hversu vel íslensku búin koma út með tilliti til margs konar sýkinga sem eru fastagestir á búum víða erlendis. Frelsi er mikilvægt en frelsi getur líka verið dýru verði keypt. Ég er sannfærð um að heilnæmi afurða skipti heilsu okkar miklu máli því að við erum jú það sem við borðum. Eitthvað myndi ég halda líka að MÓSA- og matarsýkingar kosti hagkerfið, svona ef út í það er farið.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: