- Advertisement -

Ráðherrarnir veikja Alþingi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði á Alþingi að ráðherrar veiki Alþingi frekar en þeir styrkji það. Þingmenn kvörtuðu yfir tregðu ráðherranna til að svara fyrirspurnum þingmanna.

„Það er ágætt að minna á stjórnarsáttmálann í þessu samhengi. Það á að ýta undir veg og vegsemd og virðingu þingsins. Það er ekki verið að gera það með þessu háttalagi ríkisstjórnarinnar þar sem ráðherrar hennar svara seint og jafnvel illa og sumir hverjir aldrei. Það verður að fara að draga það fram að við þurfum að styrkja þingið. Við verðum líka að átta okkur á því að ráðuneytin þurfa að forgangsraða í þágu löggjafarvaldsins. Þetta er eftirlitshlutverk þingsins sem hér er undir. Það á ekki að veikja það heldur styrkja.

Þegar við hlustuðum á upptalningu frá hæstv. forseta þar sem ráðuneyti eru að biðja um frest á svörum þá gengur það ekki ef við erum að fá svörin um mitt sumar eða jafnvel ekki fyrr en með haustinu. Það gengur ekki. Þannig er verið að veikja eftirlitshlutverk okkar sem hér störfum sem þingmenn. Þetta hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif á samkomulag okkar í stjórnarandstöðunni varðandi þinglok núna í sumar. Ríkisstjórnin verður að taka sig taki. Forseti þingsins verður að tala við hæstvirtan forsætisráðherra hvað þetta varðar, um verklag og framkomu ríkisstjórnar, og svara þinginu.

 


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: