- Advertisement -

Ráðþrota stjórnvald eða áhugalaust

Ljóst er að það þarf mikið að breytast til að viðhorfsbreyting verði innan ríkisstjórnar Íslands.

Hrikaleg staða er að verða vegna stöðunnar í kjaradeilu ríkisins og ljósmæðra. Æ fleiri ljósmæður gefast upp á stöðunni og segja störfum sínum lausum. Ábyrgðin er einkum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, og svo auðvitað forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur.
Afstaða Bjarna kemur engum á óvart. Áhugaleysi Svandísar, eða aum staða hennar gagnvart Bjarna, er hins vegar nokkuð sem særir marga. Annað hvort er ríkisstjórnin ráðþrota eða áhugalaus. Hvorutveggja er vont.
Fjallað er um stöðu deilunnar á mbl.is í dag. Þar segir: „Það hrúg­ast inn upp­sagn­ir. Það er gríðarleg óánægja nátt­úru­lega,“ seg­ir Katrín Sif Sig­ur­geirs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar ljós­mæðra, í sam­tali við mbl.is. Tel­ur Katrín að níu ljós­mæður hafi sagt upp störf­um á fæðing­ar­vakt Land­spít­al­ans í síðustu viku en tek­ur fram að hún sé þó ekki með nýj­ustu töl­ur. „Héðan í frá verður blóðtaka hver ein­ustu mánaðamót.“
Nítj­án upp­sagn­ir munu taka gildi um mánaðamót­in og fleiri hafa í hyggju að segja upp störf­um á þeirri á són­ar­deild Land­spít­al­ans, að því er fram kom í frétt­um Bylgj­unn­ar í dag.
Katrín Sif seg­ir verk­fallsaðgerðir í full­um und­ir­bún­ingi og stefnt er á að yf­ir­vinnu­verk­fall hefj­ist um miðjan júlí­mánuð. Ljós­mæður eiga fund með for­sæt­is­ráðherra á þriðju­dag og næsti fund­ur hjá rík­is­sátta­semj­ara fer fram á fimmtu­dag.
Ljóst er að það þarf mikið að breytast til að viðhorfsbreyting verði innan ríkisstjórnar Íslands. Vilji er sagður til að bæta stöðu kvennastétta. Ljósmæður er mesta kvennastétt landsins og staðan sýnir að engin alvara er að baki fullyrðingum um vilja til gera betur hvað varðar hag kvennastétta. Það eru líka vonbrigði.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: