- Advertisement -

Ráðuneytin svara ekki umboðsmanni Alþingis

„...umboðsmaður hefur þrátt fyrir endurteknar fyrirspurnir ekki enn fengið skýr svör frá dómsmálaráðuneytinu og velferðarráðuneytinu um hvað gera eigi til að tryggja mannréttindi geðsjúkra fanga.“

„Þar að auki glíma margir fangar við vímuefnavanda.“

„Embætti umboðsmanns Alþingis hefur ítrekað vakið athygli á nauðsyn þess að bætt verði úr geðheilbrigðisþjónustu við fanga og bent á að vistun fanga með alvarlegar geðraskanir í afplánunarfangelsum kunni að teljast brjóta gegn mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmálum. Fyrir liggur að umboðsmanni verður falið eftirlit með stöðum þar sem dvelja einstaklingar sem eru eða kunna að vera sviptir frelsi sínu (OPCAT-eftirlit). Brýnt er að bregðast við en umboðsmaður hefur þrátt fyrir endurteknar fyrirspurnir ekki enn fengið skýr svör frá dómsmálaráðuneytinu og velferðarráðuneytinu um hvað gera eigi til að tryggja mannréttindi geðsjúkra fanga.“

Þetta má lesa í greinargerð með þingsályktunartillögu um betrun fanga.

„Þar að auki glíma margir fangar við vímuefnavanda. Koma þarf til móts við þann hóp með viðeigandi meðferð og úrræðum, þ.m.t. skaðaminnkun sem er ekki síst til þess fallin að aðstoða einstaklinga við að brjótast út úr vítahring fíknar og draga úr líkum þess að fangar leiðist út í afbrot á ný að afplánun lokinni,“ segir þar einnig.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tillögurnar flytja Þorsteinn Víglundsson, Helga Vala Helgadóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Ólafur Ísleifsson, Björn Leví Gunnarsson,  Jón Steindór Valdimarsson, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: