Ræður ráðherra ekki við starfið?

- Eygló Harðardóttir: „Annað hvort er það því rétt sem ráðherrann segir sjálf að hún hafi ekki yfirsýn yfir eigin málaflokka eða þykist ekki hafa hana.“ Ekki hefur verið orðið við ítrekaðri beiðni um fund vegna vanda Útlendingastofnunnar.

Eygló Harðardóttir: Enn hefur ekki verið orðið við beiðninni.

Skoðun Fer ráðherra rangt með eða ræður ekki við starfið sitt? Sigríður Andersen, ráðherra útlendingamála svaraði spurningu RÚV í gær um hvort Útlendingastofnun hefði ekki þurft liðsauka fyrr á eftirfarandi máta:

„Ég veit það ekki. Ég er ekki með yfirsýn yfir starfsmannahætti hjá Útlendingastofnun. En það liggur að minnsta kosti fyrir að hún fær hann núna.“

Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur ítrekað beðið um fund í nefndinni til að fara yfir stöðu útlendingamála. Enn hefur ekki verið orðið við beiðninni. Ein af lykilástæðum fundarbeiðninnar er að lengi hefur legið fyrir að Útlendingastofnun hefði ekki næga fjármuni til að sinna auknum umsóknum um hæli.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta benti ég á í umsögn minni um fjármálaáætlun í vor: „Fyrsti minni hluti telur verulegar líkur á að málefnasviðið verði ekki í samræmi við þann ramma sem kynntur er í áætluninni. Ástæðan fyrir því er fyrirsjáanleg fjölgun hælisleitenda, jafnvel langt umfram það sem gert hafði verið ráð fyrir í fjárlögum yfirstandandi árs. Samtals nam hækkunin vegna þessa um 1,9 milljörðum kr. og er viðbótarframlaginu ætlað að mæta þreföldun á fjölda hælisleitenda milli áranna 2016 og 2017. Í fjármálaáætluninni er gert ráð fyrir að árlegur fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd verði um 700. Framlaginu er einnig ætlað að tryggja ásættanlegan málshraða Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála við afgreiðslu umsókna og úrskurði.
Fyrir nefndinni kom fram að umsóknir sem berast fyrstu þrjá mánuði hvers árs gefa ákveðnar vísbendingar um heildarfjölda umsókna það árið. Fjöldi umsókna fyrstu þrjá mánuði ársins 2016 var 136. Fjöldi umsókna fyrstu þrjá mánuði ársins 2017 var 224 sem svarar til 65% aukningar. Ef sambærileg aukning verður árið 2017 mun fjöldi umsókna verða 1.870. Því til viðbótar hefur einnig orðið aukning á öðrum verkefnum Útlendingastofnunar. Tölfræði fyrsta ársfjórðungs bendir til a.m.k. 30% fleiri umsóknum um dvalarleyfi frá árinu 2016.
Ef fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd verður um 2.000 í stað þeirra 700 sem gert er ráð fyrir þarf að hækka framlög til málaflokksins til samræmis um 7 milljarða kr. í stað þeirra 2 milljarða kr. sem lagt er til að framlögin hækki um. Ekki er til staðar svigrúm til að mæta slíkri hækkun útgjalda og því veruleg hætta á að taka þurfi fé frá öðrum brýnum verkefnum til að mæta því.
Mikilvægt er að viðvaranir Útlendingastofnunar verði ekki hunsaðar og óvissan er varðar málaflokkinn innan sviðsins verði ekki látin bitna á öðrum verkefnum.“
http://www.althingi.is/altext/146/s/0808.html

Þetta benti ég dómsmálaráðherra og stjórnarmeirihlutanum á í vor og hefur Útlendingastofnun ítrekað bent á þetta. Annað hvort er það því rétt sem ráðherrann segir sjálf að hún hafi ekki yfirsýn yfir eigin málaflokka eða þykist ekki hafa hana.

(Tekið af Facebooksíðu Eyglóar Harðardóttur).
Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: