- Advertisement -

Reykvískar fjölskyldur lenda í vanda

128 börn komast ekki að í leikskóla og 1.354 ekki frístund. Hildur: „Ástandið var fyrirséð.“ Líf: „Þessar aðgerðir hafa staðið yfir allan síðasta vetur, í vor og í sumar. Og þær hafa skilað sér.“

„Í dag varð ljóst að 128 þeirra barna sem lofað var leikskólavist í haust munu ekki komast að vegna manneklu. Öll 18 mánaða börn fá sannarlega ekki þá leikskólavist sem lofað var í kosningum. Við heyrum jafnvel af nærri þriggja ára börnum sem ekki hafa fengið pláss. Eins varð ljóst að 1354 börn fá ekki aðgang að frístund strax í haust vegna manneklu. Fjölmargar fjölskyldur lenda í vanda,“ skrifar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Hún bætir við: „Ástandið var fyrirséð í vor. Við því hefði þurft að bregðast í sumar. Það hefði átt að vera forgangsmál. Því miður virtist forgangsröðunin allt önnur. Meiri áhersla á skuldasöfnun borgarsjóðs og almenn skrípalæti. Skólamál þarf að setja í forgang strax!“

Líf Magneudóttir Vinstri grænum svarar: „Eins og farið var vel yfir á fundi skóla- og frístundaráðs í dag þá hefur verið haldið mjög vel á spöðunum og allar hendur hafa verið uppi á dekki. Þetta hefur verið algert forgangsmál. Settar voru í gang umfangsmiklar aðgerðir bæði til að bregðast við manneklu og einnig koma í veg fyrir hana. Þessar aðgerðir hafa staðið yfir allan síðasta vetur, í vor og í sumar. Og þær hafa skilað sér. Staðan er betri en áður en vitaskuld mætti hún vera fullkomin.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: