- Advertisement -

Ríkið er hvergi eins fyrirferðarmikið í fjölmiðlum og það er hér á landi

Fyrrverandi útvarpsstjóri segir Ríkisútvarpið hafa áskriftatekjur með tvöfaldri tryggingu meðan einkareknir fjölmiðlar eigi í basli og versnandi stöðu ritstjórna þeirra fjölmiðla.

 

Alþingi „Það má með sterkum rökum halda því fram að allir íslenskir fjölmiðlar, þ.e. meginfjölmiðlarnir okkar, séu verr settir núna en þegar þeir voru best settir í fjárhagslegu tilliti. Má þá líka álykta í framhaldi af því að þeir séu allir heldur verri en þegar þeir voru bestir. Því að það er leiðinleg fylgni á milli fjárhagslegs styrks og ritstjórnarlegs eða dagskrárlegs afls í þessu efni,“ sagði Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri á Alþingi í dag, þar sem staða fjölmiðla var rædd.

Fjölmiðlar eru nú aukabúgrein

Páll sagði það gilda einkum og sér í lagi um einkareknu fjölmiðlana enda höfum við séð það núna upp á síðkastið að þeir eru byrjaðir að týna tölunni. „Einn er runninn inn í annan, tveir stærstu ljósvakamiðlarnir eru komnir í eigu fjarskiptafyrirtækja og eru orðnir hjáleiga eða aukabúgrein hjá símafyrirtækjum með þeim afleiðingum sem það hefur síðan á ritstjórnarlega stöðu þeirra.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Páll Magnússon:
„Sá munur er að aukast; einkareknu fjölmiðlarnir eru að veikjast og ríkið er að styrkjast.“

Munurinn eykst

„Það hefur gerst núna bara á síðustu tveimur til fjórum árum að hlutfallslegur styrkleiki Ríkisútvarpsins á íslenskum fjölmiðlamarkaði hefur stóraukist,“ sagði Páll og hélt áfram:

„Það hefur verið nokkuð vel sett og er ágætlega sett núna t.d. varðandi áskriftartekjur sínar með tvöfaldri tryggingu. Þær eru verðtryggðar og síðan kemur nettóaukning á hverju ári miðað við fjölgun greiðenda. Hinn íslenski auglýsingamarkaður er um 9,5 milljarðar kr. Hlutur Ríkisútvarpsins er 25% af heildinni, nærri því helmingur af þeim auglýsingum sem eru á ljósvakamarkaði. Það er óhjákvæmilegt að taka þá stöðu til skoðunar núna því að fullyrða má að hvergi á Vesturlöndum sé hlutfallslegur styrkur ríkisins á fjölmiðlamarkaði neitt nálægt því sem hann er á Íslandi. Sá munur er að aukast; einkareknu fjölmiðlarnir eru að veikjast og ríkið er að styrkjast. Það verðum við að taka til skoðunar núna, ekki síst á grundvelli þeirrar skýrslu sem birt var í dag.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: