- Advertisement -

Ríkið gleypir líka bankavexti öryrkja

Þá skerða vextir og verðbætur á bankareikningum og aðrar fjármagnstekjur framfærsluuppbótina, krónu á móti krónu.

Halldóra Mogensen er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Vert er að hafa í huga að allar tekjuskerðingar reiknast af tekjum fyrir skatt.“

Nokkrir stjórnarandstöðu þingmenn hafa, undir forystu Halldóru Mogensen, lagt fram lagafrumvarp um afnám krónu á móti krónu skerðingu.

Í greinagerðinni má finna þetta:

„Króna á móti krónu skerðing er mjög hamlandi og leiðir til þess að margir örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar hafa engan eða lítinn ávinning af atvinnuþátttöku. Núverandi fyrirkomulag gerir lítið úr vinnuframlagi fatlaðs fólks. Við lagabreytinguna myndast hvati til atvinnuþátttöku þeirra sem eiga rétt á þessari uppbót núna.“

Ríkið hirðir og hirðir

Síðan mál lesa hvernig eignir fólks eru teknar til ríkissjóðs: „Þá verður að nefna þann hluta örorkulífeyrisþega sem hefur náð að safna lífeyrisréttindum, en nýtur ekki ávinnings af þeim réttindum vegna krónu á móti krónu skerðingar. Þannig getur þessi breyting veitt þeim hópi mikilvæga kjarabót og aukið tiltrú á lífeyrissjóðskerfið. Þá skerða vextir og verðbætur á bankareikningum og aðrar fjármagnstekjur framfærsluuppbótina, krónu á móti krónu.“

Dánarbætur fara í ríkissjóð

„Það sama á við um aðrar tekjur, til að mynda mæðra- og feðralaun, dánarbætur og úttekt séreignasparnaðar. Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum með lágar aðrar tekjur er því gert ókleift að bæta stöðu sína lítillega með tekjum annar staðar að. Vert er að hafa í huga að allar tekjuskerðingar reiknast af tekjum fyrir skatt.“

Flutningsmennirnir eru: Halldóra Mogensen, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Þórarinsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Jón Þór Ólafsson, Olga Margrét Cilia, Sigurður Páll Jónsson, Smári McCarthy, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: