- Advertisement -

Ríkið kyndir undir hækkun vísitölu

„Alltaf er það ríkissjóður sem kyndir undir hækkun vísitölu neysluverðs. Boðaðar eru fjölmargar gjaldahækkanir ríkissjóðs í frumvarpinu. Bifreiðagjaldið, sem er ekkert annað en eignarskattur, verður t.d. hækkað og gleymum því ekki að gjaldið er lagt á hvort sem bifreið er hreyfð úr hlaði eða ekki,“ sagði Birgir Þórarinsson Miðflokki í ræðu um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar.

Ríkisbáknið þenst út

„Ég tel að það sé aðhaldsleysi í þessu fjárlagafrumvarpi þegar kemur að ríkisstofnunum og ríkisstjórninni, einmitt hjá þeim sem eiga að sýna gott fordæmi. Ríkisbáknið heldur áfram að þenjast út á vakt Sjálfstæðisflokksins og það er greinilegt að sósíalisminn er smitandi innan ríkisstjórnarinnar. Ég hefði frekar kosið að við hefðum sett eitthvað af fjármununum í að reyna að laga vaxtabótakerfið, þannig að það gagnaðist þeim sem þurfa á því að halda.“

Ríkisstjórnin slær eyðslumet

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo er það ríkisstjórnin sjálf sem slær met í eyðslunni með alla sína aðstoðarmenn og 636 milljónir í launakostnað, hækkun um 175 milljónir milli ára. Hækkun til sendiráða nemur 0,5 milljörðum milli ára svo dæmi sé tekið og áfram mætti lengi telja. Agi er forsenda velferðar, það á við um ríkisfjármálin eins og annað í lífinu. Frumvarp er agalaust. Þetta er vegferð án fyrirhyggju.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: