- Advertisement -

Ríkið neitar að borga ljósmæðrum

Þær geta ekki farið í verkfall, fá ekki greitt fyrir að starfa í verkfalli, þær geta ekki sagt upp störfum sínum, þær mega ekki neita yfirvinnu.

Helga Vala Helgadóttir flutti ræðu á Alþingi um stöðuna í máli ljósmæðra og ríkisins. Ræðan var sem fínasta fréttaskýring. Hún er hér lítið stytt:

Árið 2015, eftir strangar samningaviðræður, neyddust ljósmæður til að fara í verkfall til að ná fram launaleiðréttingu þess efnis að laun þeirra væru í samræmi við menntun. Vegna þess hversu nauðsynlegt starf ljósmæðra er var þeim af öryggisástæðum gert að starfa í verkfallinu. Þær ljósmæður sem neyddar voru til að starfa í miðju verkfalli fengu þó engar þakkir fyrir, nei, heldur neitaði vinnuveitandinn, íslenska ríkið, að greiða þeim laun í verkfallinu. Ljósmæður börðust, þær urðu að sinna sínum störfum, en ríkið neitaði að borga þeim fyrir. Þær þurftu á endanum að leita réttar síns fyrir dómi, sem vel á minnst dæmdi ljósmæðrum í hag, ríkið skyldi greiða þeim fyrir unna vinnu.

En málinu lauk þó ekki þar. Nei, íslensk stjórnvöld áfrýjuðu dómnum svo enn í dag, þremur árum seinna, er ekki enn búið að borga þeim. Íslensk stjórnvöld tóku ákvörðun þarna um að greiða þeim ekki laun. Verkfallinu lauk með lagasetningu. Verkfallsrétturinn var þar með tekinn af þessum hópi og gerðardómur felldur.

Í dag hafa samningar verið lausir í um sjö mánuði. Ljósmæður hafa sagt upp. Þær hafa sagt að þær vilji í lengstu lög forðast verkfall. Á þriðja tug hafa sagt upp störfum en þá jafnvel er þeim sagt að þær geti ekkert verið öruggar um að geta lokið sínum störfum þegar uppsagnarfresti lýkur. Því þær eru nefnilega svo nauðsynlegur þáttur í heilbrigðiskerfinu okkar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Enn og aftur fá svo ljósmæður kaldar kveðjur frá stjórnvöldum með vísan í þennan neyðarrétt, vísan í lög um opinbera starfsmenn, þegar þeim er einnig bannað að neita yfirvinnu. Þær geta ekki farið í verkfall, fá ekki greitt fyrir að starfa í verkfalli, þær geta ekki sagt upp störfum sínum, þær mega ekki neita yfirvinnu.

 


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: