- Advertisement -

Ríkið ráði ferðamálaráði

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Með nýju lagafrumvarpi er gert ráð fyrir að þau sem starfa í ferðaþjónustu missi meirihlutann og fulltrúar ríkisstjórnarinnar verði með meirihluta í ráðinu.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, sem er m.a. ferðamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga þar sem m.a. er gert ráð fyrir miklum breytingum á skipan ferðamálaráðs.

Í ferðamálaráði sitji tíu fulltrúar og meirihluti þeirra eru fulltrúar greinarinnar. Með frumvarpinu breytist þetta talsvert. Stjórnsýslan fær þá aukið vægi og hlutverk ráðsins á, ef af verður, að endurspegla markmið um samræmingu stjórnvalda og greinarinnar.

„Ráðið mun verða skipað fulltrúum fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem hafa það hlutverk að gæta þess að sú samhæfing sem næst með setu þeirra í ráðinu skili sér áfram í hlutaðeigandi ráðuneyti.“

„Ráðið mun verða skipað fulltrúum fjármála- og efnahagsráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem hafa það hlutverk að gæta þess að sú samhæfing sem næst með setu þeirra í ráðinu skili sér áfram í hlutaðeigandi ráðuneyti.“

Einnig sitja í ráðinu tveir fulltrúar frá Samtökum ferðaþjónustunnar og fulltrúi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Enn fremur mun ráðherra ferðamála skipa formann og varaformann án tilnefningar og þá á Ferðamálastjóri sæti í ráðinu. Skipunartími formanns, varaformanns og fulltrúa ráðherranna er takmarkaður við embættistíma ráðherrans, en aðrir eru skipaðir til fjögurra ára í senn,“ segir í greinagerðinni.

Þar segir einnig að;  „…skipan ferðamálaráðs, einsog lagt er upp með í frumvarpinu, endurspegli að nokkru leyti skipan stjórnar Stjórnstöðvar ferðamála, þar sem áðurnefndir fjórir ráðherrar sem mest hafa að segja af málefnum tengdum ferðaþjónustunni eiga sæti ásamt fjórum fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar og tveimur fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: