- Advertisement -

Ríkisstjórn vill halda launum niðri

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Ríkisstjórnin vinnur nú að því dag og nótt að halda launum niðri. Ráðnir eru hagfræðingar til þess að útskýra fyrir lýðnum, að ekki sé svigrúm hjá atvinnulífinu fyrir neinum verulegum launahækkunum. Hvar voru þessir hagfræðingar, þegar laun ráðherra voru hækkuð um marga tugi prósenta og þegar laun þingmanna voru hækkuð um marga tugi prósenta.

Þá sáust þessir hagfræðingar ekki. Laun ráðherra voru hækkuð í 1.8-2 millj kr á mánuði fyrir skatt fyrir utan hlunnindi og laun þingmanna hækkuð í 1,1 milljón á mánuði fyrir skatt fyrir utan aukagreiðslur.

Til samanburðar: Lífeyrir aldraðra og öryrkja 204 þús. og 243 þús. á mánuði eftir skatt, engar aukagreiðslur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það ótrúlega er, að engar ráðagerðir eru uppi hjá stjórnvöldum um að leiðrétta þetta ranglæti. Fjárlögin segja 3,4% hækkun lífeyris, nær ekki einu sinni áætlaðri verðbólgu, sem bankarnir áætla 3,5% næsta ár!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: