- Advertisement -

Ríkisstjórnin vill áfram gefa 75 milljarða á ári

„Það má líka orða þetta svo að ríkisstjórnin vilji áfram færa fyrirtækjum og fjármagnseigendum 75 milljarða á ári ef miðað er við eðlilega skattheimtu í okkar heimshluta,“ skrifar Gunnar Smári Egilsson, vegna fréttar hér á Miðjunni þar sem Óli Björn Kárason talar um vilja vinstri flokka til mikilla skattahækkanna.

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur hækkað skatta á venjulegu launafólki, skert bætur á lífeyrisþegum og skorið niður heilbrigðis- og menntaþjónustu til að fjármagna þessar gjafir til vina sinna. Engar tillögur VG eða Samfylkingar snúa að því að hækka skatta á fjölskyldur, enda bera þær ekki meiri skattheimtu eftir langvarandi skattakúgun Sjálfstæðismanna síðustu áratugi. Tillagan er því ekki um fjórar milljónir í aukinn skatt á venjulegar fjölskyldur á fimm árum heldur að hætta við að gefa 100 ríkustu fjölskyldunum 334 milljarða úr ríkissjóði á þessum sama tíma,“ skrifar Gunnar Smári.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: